Tottenham vill fá eina greiðslu sem nemur 100 milljónum punda frá því liði sem ætlar sér að kaupa fyrirliða félagsins, stjörnuleikmanninn Harry Kane. Frá þessu greinir Daily Mail í dag.
Harry Kane hefur oft og mörgum sinnum verið orðaður við brottför frá Tottenham en alltaf hefur hann haldið tryggð við félagið.
Manchester United hefur þar oftast verið nefnt sem mögulegur áfangastaður Kane en forráðamenn Tottenham vilja helst ekki selja fyrirliða sinn til liða sem spila í sömu deild og Tottenham.
Kane, sem er markahæsti leikmaðurinn í sögu Tottenham með 271 mark, á rúmt ár eftir af samningi sínum við félagið.
Forráðamenn Tottenham hafa ekki áhyggjur af stöðu mála eins og er, þá eru ekki uppi áhyggjur um það hvaða staða gæti komið upp ef Kane skrifar ekki undir nýjan samning við félagið og heldur inn í síðasta ár sitt á núverandi samning.
Leikmenn sem eiga innan við 6 mánuði eftir af núverandi samningi sínum mega ræða við félagslið utan þess lands sem þeir spila í og á endanum fara á frjálsri sölu.