Gabriel Martinelli bað Mikel Arteta, stjóra Arsenal, um að fá að spila leik gærdagsins gegn Crystal Palace.
Arteta segir sjálfur frá en Martinelli var skúrkurinn er Arsenal datt úr leik í Evrópudeildinni á fimmtudag.
Martinelli klúðraði einu vítaspyrnu Arsenal í vítakeppni gegn Sporting sem varð til þess að liðið féll úr leik.
Sjálfstraustið er þó enn til taks hjá Martinelli sem skoraði í 4-1 sigri á Palace í gær og spilaði 83 mínútur.
Arteta staðfesti það að Martinelli hafi sjálfur beðið um að fá að spila leikinn en hann vildi fá að bæta upp fyrir klúðrið í miðri viku.