Manchester United komst í sögubækurnar í gær er liðið vann Fulham með þremur mörkum gegn einu.
Um var að ræða leik í enska bikarnum en þetta er í 31. skiptið sem Man Utd kemst í undanúrslit keppninnar.
Það er met á Englandi en ekkert annað félag hefur komist svo langt í keppninni eins oft.
Næsta verkefni Rauðu Djöflana verður ekki auðvelt en liðið spilar við Brighton sem er til alls líklegt.
Man Utd er nú þegar búið að vinna titil á tímabilinu og fagnaði sigri í deildabikarnum á dögunum.