Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal verður andstæðingur úrvalsliðs leikmanna úr bandarísku MLS deildinni í ár. Þetta hefur The Athletic eftir heimildarmönnum sínum.
Á hverju tímabili fer fram stjörnuleikur MLS deildarinnar þar sem bestu leikmenn hvers tímabils fyrir sig mynda saman lið og etja kappi við andstæðinga sem ekki er að finna í MLS deildinni.
Andstæðingur ársins fyrir stjörnuliðið í þetta skipti er ekki af verri endanum, Arsenal mætir til Bandaríkjanna og mun þar reyna legga stein í götu MLS andstæðinga sinna.
Skytturnar í Arsenal sitja á toppi ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir og hafa verið á fljúgandi siglingu.
Stjörnuleikur MLS deildarinnar í ár mun fara fram á heimavelli D.C. United, Audi Field þann 19. júlí næstkomandi.