Roy Keane, fyrrum fyririði Manchester United var allt annað en sáttur með frammistöðu síns gamla liðs sem tryggði sér sæti í undanúrslitum enska bikarsins með sigri gegn Fulham í gær.
Manchester United lenti undir í gær en vann sig aftur inn í leikinn á meðan að tveir leikmenn Fulham létu reka sig af velli með ratutt spjald.
Þrátt fyrir sigurinn var Roy Keane, sem gegndi hlutverki sérfræðings í setti hjá ITV, ekki parsáttur með frammistöðu Manchester United í leiknum.
,,Þegar kemur að enska bikarnum er forgangsröðunin auðvitað á að komast áfram í næstu umferð en hvað Manchester United varðar, þá tel ég að knattspyrnustjóri liðsins verði óánægður með það sem hann sá inn á vellinum.“
Fulham hafi eyðilagt fyrir sjálfu sér.
,,En leikmenn Manchester United voru svo slakir, það var ótrúlegt að horfa upp á þetta.“
Slæmar venjur hafi tekið sig upp meðal leikmanna Manchester United en í undanúrslitum bikarsins mætir liðið Brighton þar sem frammistaða á borð við það sem liðið sýndi gegn Fulham muni, að mati Keane, ekki duga.
,,Ég hef misst trúna sem ég hafði á liðinu fyrir tveimur mánuðum síðan þar sem máður sá strax að liðið myndi mæta til leik. Í síðustu leikjum hef ég séð slæmar venjur, það er í lagi að það gerist af og til, en mér finnst þetta vera komið í DNA liðsins núna.“