Það fóru fram stórleikir í Serie A í kvöld en engin breyting var á toppnum þar sem Napoli situr.
Juventus er nú sjö stigum frá Meistaradeildarsæti eftir góðan 1-0 sigur á Inter Milan á útivelli.
Filip Kostic tryggði Juventus sigurinn en liðið fékk fyrr á tímabilinu -15 stig fyrir að brjóta reglur.
Lazio vann Roma með sömu markatölu þar sem þrjú rauð spjöld fóru á loft og tvö af þeim í uppbótartíma.
Roma lék manni færri frá 32. mínútu eftir að Roger Ibanez var sendur í sturtu.
Topplið Napoli stóð þá fyrir sínu og vann sannfærandi 4-0 útisigur á Torino.
Inter 0 – 1 Juventus
0-1 Filip Kostic
Lazio 1 – 0 Roma
1-0 Mattia Zaccagni
Torino 0 – 4 Napoli
0-1 Victor Osimhen
0-2 Khvicha Kvaratskhelia
0-3 Victor Osimhen
0-4 Tanguy Ndombele