Það var gert grín að Paul Scholes, fyrrum leikmanni Manchester United, er hann lék með Manchester United.
Það er Scholes sjálfur sem greinir frá þessu en hann keypti takkaskó fyrir 50 pund á sínum tíma.
Liðsfélagar Scholes vissu að um ódýra týpu væri að ræða en yfirleitt eru þrjár tegundir af takkaskóm og sú dýrasta er yfirleitt rándýr.
Atvinnumaðurinn Scholes keypti miðjuparið og áttaði sig á þeirri staðreynd of seint.
,,Ég keypti takkaskó og held að þeir hafi kostað í kringum 50 pund,“ sagði Scholes í samtali við BBC.
,,Þeir voru alveg eins og strákarnir klæddust, sami litur og allt það. Ég held hins vegar að ég hafi keypt ódýrari gerðina.“
,,Það var ekki fyrr en ég var að hita upp að ég fattaði það. Ég bjóst við að þetta væru góðir skór. Ég borgaði 50 pund fyrir þá og hélt að þeir væru málið.“