fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Andlát í Þingholtunum – Tveir handteknir

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 19. mars 2023 11:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla brást í morgun við útkalli vegna hávaða í íbúð við Grundarstíg í Þingholtunum. Þegar lögregla kom á staðinn var þar meðvitundarlaus maður. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og maðurinn var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi. Vísir greinir frá.

Tveir hafa verið handteknir í tengslum við málið og var tæknideild lögreglunnar að störfum á vettvangi í morgun. Málið er í rannsókn.

Lögregla hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar segir:

„Á sjöunda tímanum í morgun var lögreglan kölluð að húsi í þingholtunum. En þaðan barst kvörtun um hávaða og háreysti frá íbúð í húsinu. Þegar lögregla kom á staðinn reyndust þrír menn vera í íbúðinni. Einn þeirra var meðvitundarlaus og með litlum lífsmörkum. Sjúkrabíll var þegar í stað kallaður til. Lögregla hóf strax endurlífgun sem hélt áfram þegar sjúkraflutningamenn komu á vettvang. Stuttu seinna var maðurinn úrskurðaður látinn á bráðamóttöku Landspítalans. Tveir menn voru handteknir á staðnum og fluttir í fangageymslu. Rannsókn málsins er í fullum gangi.

Lögreglan mun ekki tjá sig meira um málið að svo stöddu.“

Uppfært: 12:02 – Að sögn fréttastofu RÚV vöknuðu nágrannar að húsi við Grundarstíg við öskur og dynki í morgun og ákváðu að hafa samband við lögreglu, en mun þetta ekki vera í fyrsta skiptið sem hávaði kemur frá umræddri íbúð. Enn fremur segir RÚV að mennirnir tveir sem voru handteknir hafi ekki verið í ástandi til að hægt væri að taka af þeim skýrslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Bendir á að vont heldur áfram að versna á meðan þingmenn deila um herbergi – „Virðist sú saga engan endi taka“

Bendir á að vont heldur áfram að versna á meðan þingmenn deila um herbergi – „Virðist sú saga engan endi taka“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Veðurstofan uppfærir spána og gefur út rauðar viðvaranir um næstum allt land – Foktjón líklegt og ekkert ferðaveður

Veðurstofan uppfærir spána og gefur út rauðar viðvaranir um næstum allt land – Foktjón líklegt og ekkert ferðaveður
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Foreldrar á landsbyggðinni töpuðu á sumarfríinu

Foreldrar á landsbyggðinni töpuðu á sumarfríinu
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Svanfríður var á vettvangi hryllingsins í Svíþjóð: „Ofboðslega blóðugur manneskjur, mikil öskur, angist og skothríðin svakaleg“

Svanfríður var á vettvangi hryllingsins í Svíþjóð: „Ofboðslega blóðugur manneskjur, mikil öskur, angist og skothríðin svakaleg“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Musk dreymdi um þetta – Ísdrottningin gerði út af við drauminn

Musk dreymdi um þetta – Ísdrottningin gerði út af við drauminn
Fréttir
Í gær

Sló barnsmóður sína í andlitið þegar hún hélt á syni þeirra

Sló barnsmóður sína í andlitið þegar hún hélt á syni þeirra
Fréttir
Í gær

Framhaldsskólakennari varar Church Bros við fordómafullum biblíutextum – „Tvíeggja sverð“

Framhaldsskólakennari varar Church Bros við fordómafullum biblíutextum – „Tvíeggja sverð“