Það eru KA og Valur sem munu eigast við í úrslitaleik Lengjubikars karla en þetta varð staðfest í kvöld.
KA hafði betur gegn ÍBV í vítaspyhrnukeppni en venjulegum leik lauk með markalausu jafntefli.
Kristijan Jajalo, markmaður KA, átti góða keppni samkvæmt Fótbolta.net og varði tvær spyrnur á meðan Guy Smit varði eitt í marki Eyjamanna.
Valur er einnig komið í úrslitaleikinn en liðið mætti Víkingi Reykjavík í hinum leiknum og var eitt mark skorað.
Birkir Heimisson skoraði ena mark leiksins fyrir Val og sá til þess að liðið kæmist alla leið í úrslitaleikinn.