Graham Potter, stjóri Chelsea, viðurkennir að liðið hafi saknað N’Golo Kante verulega undanfarnar vikur.
Kante hefur verið frá vegna meiðsla í dágóðan tíma en hann var í fyrsta sinn í leikmannahópi Chelsea í gær gegn Everton síðan í ágúst.
Kante hefur lengi verið talinn einn besti miðjumaður heims og tekur það þá að spila án hans að sögn Potter.
,,Allir þjálfarar hafa talað vel um hann því hann er topp, toppleikmaður,“ sagði Potter.
,,Við höfum saknað hans mikið. Þá er ég ekki að segja að aðrir leikmenn hafi ekki gefið allt í verkefnið en N’Golo Kante er N’Golo Kante.“
,,Þegar hann kemst í sitt besta form er hann risastór leikmaður fyrir okkur.“