Cristiano Ronaldo skoraði annað af mörkum Al-Nassr í gær er liðið spilaði við Abha.
Al-Nassr er toppliðið í Sádí-Arabíu og vann 2-1 sigur en Anderson Talisca gerði sigurmarkið úr vítaspyrnu.
Það var Ronaldo sem skoraði fyrra mark Al-Nassr og varð það beint úr aukaspyrnu.
Ronaldo hefur skorað þónokkur mörk á sínum ferli úr aukaspyrnu en dágoður tími er síðan hann gerði það síðast.
Mark hans má sjá hér.
CRISTIANO RONALDO FREE KICK GOAL! 🚨🇵🇹pic.twitter.com/uHKHceGl9H
— The Premier League Club (@TPLCSports) March 18, 2023