Zlatan Ibrahimovic er orðinn elsti markaskorari í sögu Serie A á Ítalíu eftir mark gegn Udinese í gær.
Zlatan er 41 árs gamall en hann tók fram úr Alessandro Costacurta sem setti metið einnig sem leikmaður AC Milan.
Þetta var fyrsta mark Zlatan á tímabilinu en hann hefur aðeins leikið þrjá leiki til þessa vegna meiðsla.
Zlatan skoraði eina mark Milan í leiknum sem tapaðist nokkuð óvænt með þremur mörkum gegn einu.
Zlatan stefnir ekki á það að leggja skóna á hiluna og gæti spilað næsta leik liðsins gegn Napoli þann 2. apríl.