Rasmus Kristiansen átti ótrúlega innkomu í ensku úrvalsdeildinni í gær er lið Leeds vann Wolves, 4-2.
Kristiansen kom inná sem varamaður á 61. mínútu og 23 sekúndum seinna var hann búinn að skora þriðja mark liðsins.
Það eru fáir sem hafa átt jafn góða innkomu í ensku deildinni og Kristiansen sem hjálpaði liðinu að næla í sigurinn.
Wolves lagaði stöðuna í 2-3 áður en Rodrigo skoraði fjórða mark Leeds til að tryggja 4-2 sigur að lokum.
Kristiansen sem er bakvörður bauð upp á eina af bestu innkomum í sögu deildarinnar og var að skora um leið sitt fyrsta mark fyrir félagið.