Það er búist við því að Joao Cancelo megi spila með Bayern Munchen gegn Manchester City í Meistaradeildinni.
Cancelo er talinn einn besti bakvörður heims en hann var lánaður frá Man City til Bayern í janúarglugganum.
Man City virðist ekki hafa haft miklar áhyggjur af Bayern í Meistaradeildinni og bannaði leikmanninum ekki að spila gegn liðinu sem hann er samningsbundinn.
Frá þessu greina bæði enskir og þýskir miðlar en Cancelo hefur þó ekki náð að festa sig almennilega í sessi síðan hann kom frá Manchester.
Man City og Bayern eigast við í 8-liða úrslitum keppninnar og eru góðar líkur á að Cancelo verði á meðal leikmanna Bayern í þeim viðureignum sem eru tvær.