Það er kjaftæði að stuðningsmenn Paris Saint-Germain ætli að baula á Lionel Messi gegn Rennes á morgun.
Mikið hefur verið fjallað um að PSG ‘ultras’ muni baula á Messi sem hefur enn ekki skrifað undir nýjan samning í París.
Messi hefur hingað til neitað samningstilboði PSG en hann verður samningslaus í sumar og er þá frjáls ferða sinna.
Goal.com fullyrðir að þessar fréttir séu rangar og að hörðustu stuðningsmenn PSG muni standa við bakið á Messi sem er einn besti leikmaður allra tíma.
Mundo Deportivo greindi fyrst frá því að stuðningsmennirnir myndu bauna á Messi en útlit er fyrir að þær fréttir séu ósannar.