fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Fókus

Gísli Örn bæjarlistamaður Seltjarnarness

Sjöfn Þórðardóttir
Laugardaginn 18. mars 2023 17:50

Gísli Örn Garðarson og eiginkona hans Nína Dögg Filippusdóttir. DV/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Örn Garðarson leikari og leikstjóri var útnefndur bæjarlistamaður Seltjarnarness 2023 við hátíðlega athöfn á Bókasafni Seltjarnarness í gær, föstudag.

Eins og fram kemur á vef Fréttablaðsins í dag er þetta í tuttugasta og sjöunda sinn sem bæjarlistamaður Seltjarnarness er útnefndur en Menningarnefnd Seltjarnarness sér um val bæjarlistamanns ár hvert. Í heiðursathöfninni veitti Þórdís Sigurðardóttir formaður menningarnefndar Gísla Erni viðurkenningingarskjal ásamt starfsstyrk að upphæð 1.000.000 kr. sem fylgir nafnbótinni.

Gísli Örn hefur búið ásamt fjölskyldu sinni á Seltjarnarnesi frá árinu 2014. Hann er fæddur í Reykjavík en flutti ungur að árum til Noregs þar sem hann bjó í nokkur ár.

Gísli útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ árið 2001. Hann hefur sett upp fjölda leiksýninga á Íslandi og erlendis, sem höfundur og leikstjóri, og hefur leikið á sviði, í kvikmyndum og sjónvarpi.

Hann hefur starfað við fjölda virtra leikhúsa á Íslandi, í Noregi, Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi og víðar. Meðal leikstjórnarverkefna hans eru Jólaboðið, Ellý, Fólk, staðir og hlutir, í hjarta Hróa hattar, Hamskiptin, Faust, Woyzeck og Rómeó og Júlía. Hann er einn af stofnendum Vesturports.

Tvívegis hefur Gísli Örn hlotið Edduverðlaunin sem leikari og hefur unnið til alþjóðlegra leiklistarverðlauna fyrir leikstjórn. Hann er einn af leikstjórum sjónvarpsþáttaraðarinnar Verbúðarinnar, auk þess sem hann er einn af leikurum, handritshöfundum og framleiðendum þáttanna.

Á dögunum leikstýrði hann tveimur þáttum í þriðju þáttaröðinni af sjónvarpsþáttunum Exit. Hann leikur um þessar mundir í Ex í Þjóðleikhúsinu.

Lítil sýning um ferill Gísla hefur verið sett upp á bókasafninu. 

Jógvan, Selma Björns og Pálmi tóku lagið fyrir Gísla í tilefni þessa á Bókasafni Seltjarnarness.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gúrkusalat Sölku slær í gegn

Gúrkusalat Sölku slær í gegn
Fókus
Í gær

Skilin eftir 21 ár – „Þetta var mjög vel heppnað hjónaband að okkar mati“

Skilin eftir 21 ár – „Þetta var mjög vel heppnað hjónaband að okkar mati“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bjuggu saman í húsvagni í byrjun sambandsins

Bjuggu saman í húsvagni í byrjun sambandsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir þetta eitrað við skrifstofumenningu

Segir þetta eitrað við skrifstofumenningu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stóð við gröf föður síns og spurði hvað hún ætti að gera – Ákvað að elta drauma hans og skráði sig í skóla

Stóð við gröf föður síns og spurði hvað hún ætti að gera – Ákvað að elta drauma hans og skráði sig í skóla
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var kölluð lygari en fær nú að segja sögu sína – Rænt og átti að vera seld til hæstbjóðanda

Var kölluð lygari en fær nú að segja sögu sína – Rænt og átti að vera seld til hæstbjóðanda