Albert Guðmundsson er kannski ekki í íslenska landsliðshópnum en hann er sjóðandi heitur fyrir sitt félag.
Albert leikur með Genoa í B-deildinni á Ítalíu og byrjaði í dag er liðið spilaði við Brescia á útivelli.
Genoa stefnir upp í efstu deild og treystir á Albert sem skoraði tvö mörk í sannfærandi 3-0 sigri.
Albert er kominn með átta mörk í deildinni og hefur þá einnig lagt upp fjögur er 30 leikir eru búnir.
Genoa er með 56 stig í öðru sætinu, sex stigum á eftir toppliði Frosinone.