Alejandro Garnacho, leikmaður Manchester United, gat kosið það að spila fyrir annað hvort Spán eða Argentínu.
Garnacho þykir vera gríðarlegt efni og hefur staðið sig vel með argentínska U20 landsliðinu.
Þar hefur leikmaðurinn skorað fjögur mörk í fimm leikjum en lék einnig fyrir U18 landslið Spánar fyrir tveimur árum.
Garnacho er aðeins 18 ára gamall og hefur gert tvö mörk í 17 deildarleikjum fyrir Man Utd síðan í fyrra.
Bernardo Romeo starfar fyrir yngri landslið Argentínu og hefur útskýrt af hverju sú þjóð varð fyrir valinu frekar en Spánn.
,,Garnacho er svo ákveðinn í að spila fyrir argentínska landsliðið. Ef þú kemur heim til hans þá er hann með myndir af Lionel Messi út um allt,“ sagði Romeo.
Messi er því í gríðarlegu uppáhaldi hjá Garnacho og vonandi fyrir hann fá þeir að spila saman einn daginn.