Besiktas í Tyrklandi hefur fengið nóg af miðjumanninum Dele Alli og ætlar ekki að fá hann endanlega í sínar raðir.
Frá þessu greinit the Athletic en Alli er í láni hjá tyrknenska félaginu frá Everton í ensku úrvalsdeildinni.
Það var í boði fyrir Besiktas að fá Alli í sínar raðir fyrir 8 milljónir punda en ekkert verður úr því.
Besiktas vill senda Alli aftur til Everton en hann náði sér aldrei á strik hjá því félagi eftir annars góða og slæma tíma hjá Tottenha.
Alli hefur aðeins skorað tvö mörk í 13 leikjum á tímabilinu og er ekki inni í myndinni hjá Senol Gunes, stjóra Besiktas.