Virgil van Dijk, leikmaður Liverpool, segir félaginu að passa sig á félagaskiptamarkaðnum næsta sumar.
Van Dijk vill fá alvöru liðsstyrk fyrir næstu leiktíð en leikmenn munu fara frá félaginu í sumar og þar á meðal Roberto Firmino.
Liverpool hefur verið í töluverðri lægð á þessu tímabili og er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti, ekki titilinn.
Hollendingurinn segir stjórn Liverpool að vinna sína vinnu og fá inn rétta menn til að leysa aðra af hólmi.
,,Augljóslega þá munu leikmenn fara frá okkur. Það er búið að tilkynna það svo ef við ætlum að komast á sama stað og áður þá þurfum við góðan liðsstyrk,“ sagði Van Dijk.
,,Allir vita að það verður erfitt að fylla í skarðið og finna réttu leikmennina en félagið þarf að sinna sinni vinnu.“