fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
433Sport

Ronaldo valinn í portúgalska landsliðið – Gæti spilað landsleik númer 200 á móti Íslandi

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 17. mars 2023 12:53

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Portúgalska knattspyrnugoðsögnin Cristiano Ronaldo, leikmaður Al-Nassr í Sádi-Arabíu er í landsliðshópi Portúgal fyrir fyrstu leiki liðsins í undankeppni EM þar sem liðið er meðal annars með Íslandi í riðli.

Roberto Martinez, nýr landsliðsþjálfari Portúgal hefur opinberað landsliðshóp liðsins fyrir komandi leiki þess gegn Liechtenstein og Lúxemborg og þar má finna nafn Ronaldo.

Ronaldo gæti því spilað landsleiki númer 197 og 198 gegn fyrrnefndum þjóðum og þá er enn möguleiki á því að landsleikur númer 200 hjá honum verði leikur gegn Íslandi á Laugardalsvelli í sumar.

„Ronaldo kemur með mikla reynslu inn í þennan hóp leikmanna og er mikilvægur partur af liðinu. Ég horfi ekki á aldur leikmanna þegar að ég vel í landsliðið,“ sagði Martinez, landsliðsþjálfari Portúgal eftir að landsliðshópurinn var opinberaður.

Ronaldo er 38 ára gamall og freistar þess nú að taka enn eitt skrefið með portúgalska landsliðinu. Í þeim 196 landsleikjum sem hann á fyrir heimaland sitt hefur hann skorað 118 mörk, þá leiddi hann samlanda sína til sigurs á EM árið 2016.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tryggja sér efnilegan miðvörð fyrir næstu leiktíð

Tryggja sér efnilegan miðvörð fyrir næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Unnar hættir í stjórn KSÍ og Börkur kemur inn í hans stað – Verður sjálfkjörið á ársþinginu

Unnar hættir í stjórn KSÍ og Börkur kemur inn í hans stað – Verður sjálfkjörið á ársþinginu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Framganga Víkings rædd á stjórnarfundi í Laugardalnum – Ræddu áhrif hennar „á heilindi og trúverðugleika“ mótsins

Framganga Víkings rædd á stjórnarfundi í Laugardalnum – Ræddu áhrif hennar „á heilindi og trúverðugleika“ mótsins
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mögnuð staðreynd um Liverpool-banana

Mögnuð staðreynd um Liverpool-banana
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Óeining innan herbúða Real Madrid – Rauk út án þess að segja orð og sumir algjörlega búnir að fá nóg

Óeining innan herbúða Real Madrid – Rauk út án þess að segja orð og sumir algjörlega búnir að fá nóg
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Söngur þeirra um Arne Slot vekur mikla athygli

Söngur þeirra um Arne Slot vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Slot talinn horfa til Barcelona

Slot talinn horfa til Barcelona
433Sport
Í gær

Náðu loksins myndum af eiginkonunni sem var í felum – Hjákonan ákvað að elta hjónin sem fluttu land

Náðu loksins myndum af eiginkonunni sem var í felum – Hjákonan ákvað að elta hjónin sem fluttu land
433Sport
Í gær

Þakkar fyrrum stjóranum fyrir – Sannfærði hann um að vera áfram eftir mikla erfiðleika

Þakkar fyrrum stjóranum fyrir – Sannfærði hann um að vera áfram eftir mikla erfiðleika