Sporting Lisbon er komið áfram í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir sigur á Arsenal í leik sem fór alla leið í vítaspyrnukeppni.
Fyrri leik liðanna í Portúgal lauk með 2-2 jafntefli og því var von á afar áhugaverðum leik í gær. Það varð raunin en Sporting fór áfram.
Eins og hefur verið fjallað um í morgun er mest rætt um þá staðreynd að Kim Kardashian og sonur hennar voru mætt á völlinn að styðja Arsenal.
Saint er harður stuðningsmaður Arsenal og sást í treyju liðsins í afmæli í janúar en Kim er með um 350 milljónir fylgjenda á Instagram.
Eins og áður kom fram fór leikurinn alla leið í vítaspyrnukeppni.
Glöggir tóku eftir því að þar tók Kim aðeins upp myndband af einum leikmanni taka sitt víti. Það var Bukayo Saka.
Englendingurinn ungi skoraði og fagnaði Kim mjög. Því miður fyrir hana dugði markið ekki til sigurs.
@mufcdan This means more than a win #kimkardashian #saka #arsenal #afc #football ♬ original sound – mufcdan