Sporting Lisbon er komið áfram í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir sigur á Arsenal í leik sem fór alla leið í vítaspyrnukeppni.
Fyrri leik liðanna í Portúgal lauk með 2-2 jafntefli og því var von á afar áhugaverðum leik í gær. Það varð raunin en Sporting fór áfram.
Takehiro Tomiyasu og William Saliba varnarmenn liðsins fóru báðir meiddir af velli í gær.
Búist er við að meiðsli Saliba séu ekki alvarlega en meiðsli Takehiro Tomiyasu virðast alvarlega enda yfirgaf hann Emirates völlinn á hækjum í gær.
Arsenal mætir Crystal Palace í deildinni á sunnudag og gæti Mikel Arteta verið í vandræðum með að stilla upp varnarlínu ef báðir eru meiddir.