„Við erum að missa okkar verðmætasta fólk,“ segir ung móðir sem sér ekki framtíð fjölskyldunnar fyrir sér í Reykjavík vegna langvarandi leikskólavanda. Hún telur borgaryfirvöld algjörlega hafa brugðist ungu barnafólki.
Nýjar rannsóknir sýna að Íslendingar standa höllum fæti í samanburði við nágrannaþjóðir þegar kemur að námsárangri og líðan barna í skólum. Prófessor í lífeðlisfræðilegri sálfræði kynnir nýjar kennsluaðferðir sem gefið hafa góða raun.
Íslenskar konur hafa í stórauknum mæli orðið fyrir barðinu á svindli á samfélagsmiðlum, þar sem myndum kvennanna er stolið og þær notaðar til að setja upp gervi-aðganga sem selja klámefni. Áreiti og álag fylgir svindlinu og nokkur fyrirhöfn felst í að fá aðgöngunum lokað.