Samstarfsmenn Sheik Jassim fara nú um allt í Manchester og skoða þá hluti sem félagið á og hvað þarf að gera betur.
Nú hefur birst myndband af sendinefnd Sheik Jassim keyra inn á Carrington æfingasvæði félagsins þar sem farið er yfir hlutina.
Dagurinn byrjaði á Old Trafford en endurbóta er þörf bæði þar og á æfingasvæði félagsins.
🚨🇶🇦 The Qatari delegation arriving at Carrington. @footballdaily #MUFC pic.twitter.com/1TYkFX5yPB
— UtdPlug (@UtdPlug) March 16, 2023
Aðilar sem hafa áhuga á að kaupa félagið munu á næstu dögum mæta á Old Trafford í viðræður um kaupin.
Fréttamenn Sky segja að viðræðurnar hafi gengið ansi vel í dag en fulltrúar Sheik Jassim skoðuðu bókhald félagsins ítarlega.
Fjöldi lögfræðinga var með í för auk fulltrúa Bank of America en þarna voru líka aðilar mjög tengdir Sheik Jassim.
Fleiri aðilar eru væntanlegir á Old Trafford á næstu dögum og þar á meðal er Sir Jim Ratcliffe.