Stefan Bajcetic miðjumaður Liverpool spilar ekki meira á þessu tímabili vegna meiðsla sem hrjá hann í nára.
Þessi 18 ára miðjumaður hefur á undanförnum vikum verið í mjög stóru hlutverki og átt góðu gengi að fagna.
„Meiðslin eru þess eðlis að ég spila ekki meira á tímabilinu,“ segir þessi spænski leikmaður.
„Það er erfitt að kveðja þetta magnaða tímabil fyrir mig. Þetta mun styrkja mig andlega og líkamlega fyrir framtíðina.“
„Ég mun gera allt sem ég get til að koma sterkari til baka.“