fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Matur

Guðdómlegt spaghetti í rjómalagaðri sósu með sveppum og spínati

Sjöfn Þórðardóttir
Fimmtudaginn 16. mars 2023 11:40

Guðdómlegut spaghetti í rjómalagaðri sósu með sveppum og spínat gleður matarhjartað. MYNDIR/BERGLIND HREIÐARS.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er kominn fimmtudagur og helgin nálgast óðum og þá langar manni í eitthvað ómótstæðilega gott og er ekki rjómalagað pasta upplagt á þessum kalda vetrardegi? Berglind okkar Hreiðars hjá Gotterí og gersemar klikkar aldrei þegar góðan pasta rétt skal gjöra því sjálf elskar hún fátt meira, sérstaklega þegar rjóminn er annars vegar.

„Ég fékk yfir mig mikið „kreivíng“ að útbúa einhvern góðan pastarétt. Ég elska pasta og rjómalagað skemmir alls ekki fyrir. Það þarf síðan alls ekki að vera kjöt til þess að pastaréttur komi vel út. Þessi var eins og á lúxus veitingastað og allir elskuðu hann, sagði stelpunum bara ekkert frá hvítvíninu fyrr en eftir matinn því annars hefðu þær eflaust ekki borðað,“ segir Berglind og skellihlær.

Við mælum með þessum guðdómlega rétti í matinn í kvöld.

Spaghetti með sveppum og spínati

Fyrir 4

400 g Dececco spaghetti eða spaghetti að eigin vali

1 stk. skalotlaukur

3 rifin hvítlauksrif

250 g sveppir (portobello + kastaníu í bland)

50 g spínat

100 ml Muga hvítvín

300 ml rjómi

40 g parmesan ostur (rifinn) + meira til að bera fram með

Smjör og ólífuolía til steikingar

Salt og pipar eftir smekk

Ristaðar furuhnetur

Sjóðið spaghetti í vel söltu vatni samkvæmt leiðbeiningum á pakka á meðan annað er undirbúið. Saxið skalotlaukinn smátt og steikið upp úr smjöri og olíu við vægan hita, aðeins til að mýkja hann. Saltið og piprið aðeins. Skerið á meðan sveppina í sneiðar og bætið þeim ásamt hvítlauk á pönnuna. Hér þarf að bæta við smá meira smjöri og/eða olíu og steikja þar til sveppirnir mýkjast og safinn af þeim gufar upp af pönnunni. Hellið þá hvítvíninu yfir sveppablönduna og hækkið hitann vel, leyfið víninu að gufa upp og bætið þá smá smjöri/olíu á pönnuna ásamt spínatinu. Um leið og spínatið mýkist og skreppur saman má bæta rjóma og rifnum parmesanosti saman við og hræra þar til osturinn bráðnar. Kryddið til með salti og pipar og hrærið soðnu spaghetti saman við þegar það er tilbúið. Toppið með smá pipar, rifnum parmesanosti og ristuðum furuhnetum. Svo er bara að njóta í góðum félagsskap við kertaljós og huggulegheit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum