Dele Alli hefur fengið þau skilaboð frá Besiktas að hann verði ekki aftur í leikmannahópi liðsins á þessu tímabili.
Dele er á láni frá Everton og hefur lítið gert í Tyrklandi á þessu tímabili.
Senol Gunes sem tók við þjálfun liðsins á tímabilinu hefur ekki hrifist af Alli og lítið notað hann, nú hefur hann látið enska miðjumanninn vita að hann verði ekki aftur í hóp á leikdag.
Alli sem á að baki 37 landsleiki fyrir England var ein af vonarstjörnum Englands en nú 26 ára gamall virðist ferilinn á leið hratt niður brekkuna.
Dele snýr líklega aftur til Everton í sumar en óvíst er hvort enska félagið hafi nokkurn áhuga á að nota hann.