fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
433Sport

Kristján segir agaleysi hafa verið hjá Fram í fyrra – „Þegar skotglös fara að poppa úr sjúkratöskunni“

433
Fimmtudaginn 16. mars 2023 11:00

Frá leik í Bestu deild karla. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur Þungavigtarinnar segir að Fram og Gunnar Gunnarsson séu að rifta samningi hans við félagið.

Kristján segir að agaleysi í þjálfarateymi Fram hafi sett af stað kurr á milli leikmanna og þjálfarateymis og var Gunnar einn þeirra.

„Þeir voru að rifta samningi við Gunnar Gunnarsson, miðvörð sem myndaði frábært par með Kyle McLagan 2021 þegar þeir fóru upp. Það er verið að gera starfslokasamning,“ segir Kristján Óli í Þungavigtinni

„Það er búið að vera langur aðdragandi og leiðindi, Fram var með eineltistilburði. Hann átti að æfa einn sex sinnum í viku, þetta er búið að vera lengi í ferli,“ segir Kristján.

Hann segir að upphafið hafi verið kurr vegna þess að nokkrir leikmenn hafi sett út á hegðun þjálfarateymis í æfingaferð síðasta vor.

„Upphafið var kurr í æfingaferð í fyrra vegna agaleysis á þjálfurum. Þjálfarateymið var með agaleysi utan vallar og á æfingum, menn voru ekki að taka þetta alvarlega. Menn voru meðal annars að fá sér en vinnan þarf að ganga fyrir, það var fundað með þjálfarateyminu eftir þetta,“ segir Kristján

„Menn vildu gera þetta faglega, þegar skotglös fara að poppa úr sjúkratöskunni. Þá setja menn fótinn niður, stór hluti af þessum mönnum sem héldu þennan fund eru farnir úr félaginu í dag. Það er búið að bola þeim burt, það er búið að taka til.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gagnrýndi frammistöðu hans í rúminu með athyglisverðri samlíkingu – Hann svarar nú fullum hálsi

Gagnrýndi frammistöðu hans í rúminu með athyglisverðri samlíkingu – Hann svarar nú fullum hálsi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Nýbúinn að skrifa undir en er sagður vilja fara

Nýbúinn að skrifa undir en er sagður vilja fara
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Guardiola varð sár þegar hann heyrði að Walker hefði gert þetta

Guardiola varð sár þegar hann heyrði að Walker hefði gert þetta
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Miðasölu lýkur á mánudag

Miðasölu lýkur á mánudag