Real Madrid og Napoli komust þægilega áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í kvöld.
Spænska liðið fékk Liverpool í heimsókn. Fyrri leiknum lauk 5-2 fyrir Real Madrid á Anfield.
Fyrri hálfleikur var opinn og afar skemmtilegur. Liverpool fékk svo sannarlega tækifæri til að saxa á forskot Real Madrid en allt kom fyrir ekki.
Að sama skapi þurfti Alisson í tvígang að verja meistaralega í marki Liverpool.
Markalaust var í hálfleik þrátt fyrir mikið fjör.
Real Madrid spilaði seinni hálfleikinn afar vel og sigur þeirra í einvíginu var aldrei í hættu.
Karim Benzema batt endanlega enda á allar vonir Liverpool um að komast áfram þegar hann skoraði á 79. mínútu. Borstinn barst þá til hans í teignum og hann skoraði í opið mark.
Lokatölur í kvöld 1-0 og 6-2 samanlagt.
Napoli var sömuleiðis í góðri stöðu eftir 0-2 sigur í fyrri leiknum gegn Frankfurt.
Eftir rólegan fyrri hálfleik kom markavélin Victor Osimhen Napoli yfir í lok hans.
Hann bætti við marki í seinni hálfleik áður en Piotr Zielinski innsiglaði 3-0 sigur.