Það vakti mikla furðu í gær þegar Ousmane Dembele leikmaður Barcelona var mættur á leik í næst efstu deild England.
Dembele var á meðal þeirra sem mættu í stúkuna á leik Sunderland og Sheffield United sem fram fór í gær.
Dembele sat í stúkunni með Kyril Dreyfus eiganda Sunderland en ekki er vitað hvernig samband þeirra kom til.
Kyril er líkt og Dembele frá Frakklandi en málið hefur vakið mikla athygli að Dembele hafi mætt á Leikvang ljósins á köldu miðvikudagskvöldi.
Mynd af þeim félögum má sjá hér að neðan.