fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

Úthugsuð hefnd gæti verið í uppsiglingu í valdabaráttunni í innsta hring Pútíns

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. mars 2023 05:15

Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, og Pútín. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mánuðum saman hefur barátta staðið yfir í innsta valdahring í Kreml. Sumir af valdamestu mönnum Rússlands eru aðalpersónurnar í þessari baráttu. Nú er hermt að „baráttan hafi náð hápunkti“ og að úthugsuð hefnd sé jafnvel í uppsiglingu.

„Landráð“ og „tilraun til að gera út af við Wagner“. Þetta sagði Yevgeni Prigozhin, eigandi Wagner-málaliðahópsins, fyrir ekki svo löngu. Hann hefur veist harkalega að rússneska varnarmálaráðuneytinu og Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, og Valery Gerasimov, yfirmanni herráðsins.

Prigozhin sakaði þá um að vinna gegn Wagner og stríðsrekstrinum, meðal annars með því að vilja ekki láta Wagner skotfæri í té. Þessi ummæli féllu samhliða því að málaliðar Wagner-hópsins urðu sífellt mikilvægari fyrir stríðsrekstur Rússa, ekki síst í orustunni um Bakhmut.

Nú eru Shoigu og Gerasimov tilbúnir með hefndina að sögn bandarísku hugveitunnar Institute for the Study of War (ISW). Segir hugveitan að barátta varnarmálaráðuneytisins og Prigozhin hafi líklega náð hámarki í tengslum við orustuna um Bakhmut.

Segir ISW að hin hefðbundna rússneska hernaðarelíta, með Shoigu og Gerasimov í fararbroddi, ætli að nýta sér mikinn liðsafla Wagner í Bakhmut til að „veikja stöðu Prigozhin“ og gera út af við metnað hans um að komast til meiri áhrifa í Kreml.

ISW segir að Shoigu og Gerasimov muni ískaldir láta málaliða Prigozhin vera í fararbroddi í orustunni um Bakhmut. Það mun hafa gríðarlegt mannfall í för með sér fyrir Wagner. Með þessu munu Shoigu og Gerasimov slá tvær flugur í einu höggi. Ná Bakhmut á vald Rússa og láta Wagner-hópnum blæða svo illa að hann og þar með Prigozhin, missa áhrif sín í Kreml.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Annasamur sólarhringur hjá áhöfninni á Verði II

Annasamur sólarhringur hjá áhöfninni á Verði II
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ari Rúnarsson ákærður fyrir frelsissviptingu og rán – Var áður eftirlýstur af Interpol

Ari Rúnarsson ákærður fyrir frelsissviptingu og rán – Var áður eftirlýstur af Interpol
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Jón Þór í kjölfar byssuógnar í Grindavík – „Við hlúum að okkar fólki“

Jón Þór í kjölfar byssuógnar í Grindavík – „Við hlúum að okkar fólki“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Óttast að kvika flæði í sprungum undir Grindavík og komi upp þar

Óttast að kvika flæði í sprungum undir Grindavík og komi upp þar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hvernig fjandsamleg yfirtaka Bandaríkjanna á Grænlandi myndi fara fram – „Ekki svæði sem hentar vel til innrásar“

Hvernig fjandsamleg yfirtaka Bandaríkjanna á Grænlandi myndi fara fram – „Ekki svæði sem hentar vel til innrásar“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Þetta er ein af verstu sviðsmyndunum sem við vorum búin að teikna upp“

„Þetta er ein af verstu sviðsmyndunum sem við vorum búin að teikna upp“
Fréttir
Í gær

Eldgos hafið – Sprungan komin í gegnum varnargarðinn við Grindavík

Eldgos hafið – Sprungan komin í gegnum varnargarðinn við Grindavík