Randal Kolo Muani framherji Eintracht Frankfurt í Þýskalandi er ofarlega á óskalista Manchester United í sumar. Þýska blaðið Bild heldur þessu fram.
Framherjinn sem er 24 ára gamall og er frá Frakklandi hefur átt góðu gengi að fagna í Þýskalandi.
Bild segir að Frankfurt sé til í að skoða framherjann ef tilboð í kringum 90 milljónir punda berst í hann.
Kolo Muani vakti athygli fyrir kraftmiklar innkomur í franska landsliðið á Heimsmeistaramótinu í Katar í vetur.
PSG hefur einnig áhuga á Kolo Muani en Erik ten Hag stjóri Manchester United setur mikla áherslu á það að krækja í sóknarmann í sumar.