Talið er að Wilfried Zaha, leikmaður Crystal Palace, sé með risatilboð á borðinu frá Al-Ittihad í Sádi-Arabíu.
Samningur Zaha við Crystal Palace rennur út í sumar og getur hann farið frítt þá. Samkvæmt fregnum fyrr í vikunni er Al-Ittihad til í að bjóða honum níu milljónir punda, meira en 1,5 milljarð íslenskra króna, í árslaun eftir skatt.
Crystal Palace er talið hafa boðið Zaha 200 þúsund pund í vikulaun til að vera áfram en það er þó 120 þúsund pundum minna á viku en það sem Al-Ittihad býður.
„Allir vita að við viljum halda Wilfried hjá okkur. Við munum gera allt til að halda honum,“ segir knattspyrnustjórinn Patrick Vieira um málið.
Nuno Espirito Santo, fyrrum stjóri Tottenham og Wolves, er við stjórnvölinn hjá Al-Ittihad.