Lionel Messi stendur til boða að fá sama samning og Cristiano Ronaldo fékk í Sádí Arabíu. Faðir hans heimsótti landið í vikunni sem hefur sett af stað sögusagnir.
Messi sem er 35 ára gamall verður samningslaus í sumar hjá PSG og óvíst er hvað verður.
Samkvæmt fréttum hefur Al Hilal í Sádí Arabíu áhuga á að fá Messi og borga honum 194 milljónir punda í laun á ári.
Cristiano Ronaldo samdi við Al-Nassr í upphafi árs og þénar svipaða upphæð og Messi stendur til baða
Jorge Messi, faðir hans var í Riyadh í vikunni en Messi er sendiherra fyrir Sádí Arabíu og auglýsir landið mikið.
رئيس أكاديمية مهد الرياضية الأستاذ عبدالله حماد @AfHammad14 وأحد المقربين من سمو #وزير_الرياضة الأمير عبدالعزيز الفيصل يلتقي والد الاسطورة ميسي والذي يعتبر وكيل أعمال ابنه داخل الأراضي السعودية .. pic.twitter.com/iDK3tIFWZD
— أحمد العجلان (@ahmad2man) March 14, 2023