Barcelona óttast það að Gavi geti farið frítt frá félaginu í sumar en þessi 18 ára gamli leikmaður er í vandræðum vegna fjárhagsstöðu Barcelona.
Barcelona fær ekki að skrá Gavi sem leikmann í aðallið félagsins og nýr samningur hans fær ekki að taka gildi.
Gavi skrifaði undir nýjan samning við Barcelona í september sem átti að gilda til 2026 en Börsungum hefur mistekist að fá að skrá samninginn.
Ef Barcelona tekst ekki að taka til í bókhaldi sínu og skrá Gavi til leiks getur þessi 18 ára leikmaður farið frítt frá félaginu 1 júlí.
Gavi er enn skráður sem leikmaður í unglingalið félagsins en Barcelona skilaði nýjum samningi hans og seint inn og fær hann ekki að taka gildi.