Þetta sagði hann þegar hann heimsótti flugvélaverksmiðju í bænum Ulan-Ude fyrr í vikunni en hann er í austurhluta Rússlands.
Hann sagði einnig að Vesturlönd hafi haft rangt fyrir sér um áhrif refsiaðgerða þeirra á Rússland. Rússneskur efnahagur hafi ekki hrunið, þvert á móti.
„Vestræn fyrirtæki, sem yfirgáfu Rússland, tölu að allt myndi hrynja en það gerðist ekki. Rússland er komið yfir mikilvægasta hjallann í þróun sinni, kannski er þetta mikilvægasta niðurstaðan af árinu 2022. Við höfum margfaldað efnahagslegt sjálfstæði okkar. Þegar allt kemur til alls, hverju reiknuðu óvinir okkar með? Að við myndum hrynja á tveimur eða þremur vikum eða mánuði? Það var það sem þeir reiknuðu með,“ sagði hann.