fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
433Sport

Svona hljóðar kjaftasagan sem Elvar Geir heyrir um símtal Arnars Þórs í Albert

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 14. mars 2023 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net segir frá því í hlaðvarpsþætti miðilsins að líklega verði Albert Guðmundsson ekki í landsliðshópi Arnars Þórs Viðarssonar á morgun.

Koma þessa orð Elvars Geirs fram í hlaðvarpinu í kjölfarið af frétt Fréttablaðsins um að Arnar Þór hefði hringt í Albert Guðmundsson og rætt við hann um mögulega endurkomu.

Síðasta haust hætti Arnar að velja Albert í hóp sinn vegna ósættis þeirra á milli. Þjálfarinn sagði þennan leikmann Genoa á Ítalíu hafa sýnt slæmt hugarfar í verkefnum á undan.

„Það er saga að ganga um það að Albert verði ekki í hópnum þrátt fyrir þetta símtal, að þeir séu ekki á sömu línu Arnar og Albert,“ segir Elvar í Innkastinu á Fótbolta.net..

„Ég veit ekki hvort að Albert hafi afþakkað sætið, þetta fæst staðfest á morgun en þetta eru sögusagnirnar sem við erum að heyra núna.“

Albert hefur átt fínt tímabil með Genoa í ítölsku B-deildinni. Hann hefur skorað níu mörk og lagt upp fimm í 29 leikjum.

Ísland mætir Bosníu þann 23. mars en Liechtenstein þremur dögum síðar í undankeppni Evrópumótsins 2024.

Arnar mun tilkynna hóp sinn á morgun og þá kemur í ljós hvort Albert snúi aftur eður ei.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tryggja sér efnilegan miðvörð fyrir næstu leiktíð

Tryggja sér efnilegan miðvörð fyrir næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Unnar hættir í stjórn KSÍ og Börkur kemur inn í hans stað – Verður sjálfkjörið á ársþinginu

Unnar hættir í stjórn KSÍ og Börkur kemur inn í hans stað – Verður sjálfkjörið á ársþinginu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Framganga Víkings rædd á stjórnarfundi í Laugardalnum – Ræddu áhrif hennar „á heilindi og trúverðugleika“ mótsins

Framganga Víkings rædd á stjórnarfundi í Laugardalnum – Ræddu áhrif hennar „á heilindi og trúverðugleika“ mótsins
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mögnuð staðreynd um Liverpool-banana

Mögnuð staðreynd um Liverpool-banana
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Óeining innan herbúða Real Madrid – Rauk út án þess að segja orð og sumir algjörlega búnir að fá nóg

Óeining innan herbúða Real Madrid – Rauk út án þess að segja orð og sumir algjörlega búnir að fá nóg
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Söngur þeirra um Arne Slot vekur mikla athygli

Söngur þeirra um Arne Slot vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Slot talinn horfa til Barcelona

Slot talinn horfa til Barcelona
433Sport
Í gær

Náðu loksins myndum af eiginkonunni sem var í felum – Hjákonan ákvað að elta hjónin sem fluttu land

Náðu loksins myndum af eiginkonunni sem var í felum – Hjákonan ákvað að elta hjónin sem fluttu land
433Sport
Í gær

Þakkar fyrrum stjóranum fyrir – Sannfærði hann um að vera áfram eftir mikla erfiðleika

Þakkar fyrrum stjóranum fyrir – Sannfærði hann um að vera áfram eftir mikla erfiðleika