Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Skessuhorn er auðvitað landsþekkt fyrir glæsileika og fegurð og er vinsæll áfangastaður fjallgöngumanna.
Þá er héraðsfréttablaðið nefnt eftir fjallinu.
Fréttablaðið segist hafa heimildir fyrir að kaupendurnir séu hjón í yngri kantinum. Hafi eiginmaðurinn auðgast í tæknigeiranum.
Jörðin, sem er 110 þúsund fermetrar, var sett á sölu í maí á síðasta ári og tók aðeins 4 daga að selja hana.
Ásett verð var 145 milljónir en söluverðið var 150 milljónir.
Þrjár veiðiár renna um jörðina, Hornsá, Álfsteinsá og Andakílsá.