Girona tók á móti Atletico Madrid í La Liga á Spáni í kvöld.
Um fremur tíðindalítinn leik var að ræða en lokamínútur hans voru þó dramatískar.
Alvaro Morata, sem kom inn á sem varamaður eftir um klukkutíma leik, tryggði Atletico Madrid hins vegar sigur seint í uppbótartíma með eina marki leiksins. Lokatölur 0-1.
Atletico Madrid er eftir sigurinn í þriðja sæti deildarinnar með 48 stig, 17 stigum frá toppliði Barcelona.
Girona er í 12. sæti með 30 stig, fjórum stigum frá fallsvæðinu.