AC Milan mistókst að sigra Salernitana og varð af dýrmætum stigum í Meistaradeildarbaráttunni í Serie A í kvöld.
Liðin mættust á San Siro. Það leit út fyrir að markalaust yrði í hálfleik en þá skoraði Olivier Giroud með skalla.
Boulaye Dia jafnaði hins vegar fyrir Salernitana eftir rúman klukkutíma leik.
Þrátt fyrir að Milan hafi verið betri tókst liðinu ekki að finna sigurmarkið og lokatölur 1-1 jafntefli.
Milan er í fjórða sæti deildarinnar með 48 stig, stigi á undan Roma.
Salernitana er í sextánda sæti með 26 stig, sjö stigum fyrir ofan fallsvæðið.