Casemiro, miðjumaður Manchester United, er kominn í fjögurra leikja bann eftir að hafa fengið sitt annað rauða spjald á tímabilinu um helgina.
Brasilíumaðurinn fór í nokkuð groddaralega tæklingu gegn Southampton og uppskar rautt spjald. Hann virtist þó nokkuð óheppinn í atvikinu og líklegt að um óviljaverk hafi verið að ræða.
Það er athyglisvert að skoða gamalt viðtal við Casemiro í ljósi stöðunnar.
„Ég reyni alltaf að ná boltanum. Ég fer alltaf af krafti því það er þannig sem ég er og ég spila af ákefð. En ég reyni aldrei að meiða leikmann,“ sagði Casemiro þar.
„Í fótbolta getur þú brotið af þér. Það er hluti af leiknum. En það á aldrei að vera nein illska á bak við það. Ég held að þetta komi frá því sem móðir mín kenndi mér.“
Viðtalið má sjá í heild hér að neðan.
This is why Casemiro was in tears when red carded v Southampton.
Playing hard, but fair, is a matter of principle to him and he never tackles with malice. Didn't yesterday.
Zero straight reds in career before coming to the Premier League (and its VAR) pic.twitter.com/ckBgiaBWGW
— Jonathan Northcroft (@JNorthcroft) March 13, 2023