Liverpool-goðsögnin Martin Skrtel skoraði frábært mark úr aukaspyrnu í heimalandi sínu, Slóvakíu, um helgina.
Hinn 38 ára gamli Skrtel spilar með Hajskala Raztocno í áttundu efstu deild í Slóvakíu.
Varnarmaðurinn hafði lagt skóna á hilluna í maí af heilsufarsástæðum en dró þá fram á ný í ágúst.
Skrtel er greinilega treyst til að taka aukaspyrnur Hajskala Raztocno, en hér að neðan má sjá frábært mark hans.
Skrtel lék yfir 300 leiki fyrir Liverpool áður en hann fór til Fenerbahce 2016. Eftir það fór hann til Atalanta og Istanbul Basakseir.