Það er útlit fyrir að ákvörðun um framtíð Antonio Conte, stjóra Tottenham, verði ekki tekin fyrr en eftir tímabilið.
Samningur Ítalans rennur út eftir leiktíðina og þykja allar líkur á að hann verði ekki framlengdur.
Margir hafa kallað eftir því að Tottenham losi sig við Conte fyrr þar sem lítið hefur gengið upp undanfarið og þykir liðið spila neikvæðan fótbolta undir hans stjórn. Ljóst er að tímabilið sem nú stendur yfir verður það fimmtánda í röð án titils fyrir Tottenham.
Miðað við nýjustu fréttir mun Conte þó sitja út samning sinn.
Talið er að persónu- og fjöldkylduástæður muni spila inn í ákvörðun Conte um framtíð sína, en sem fyrr segir fer hann líklega annað í sumar.
Tottenham hefur ekki hafi leit að nýjum stjóra.
No changes on Antonio Conte situation. Final decision will be at the end of the current season together with the club — but feeling remains same with Conte to leave Tottenham in June ⚪️ #THFC
Personal/family reasons will be crucial.
Spurs have not started new coach process yet. pic.twitter.com/DzyKFZpIGq— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 13, 2023