Áhugi er á Wilfrid Zaha í Mið-Austurlöndum og samkvæmt Daily Mail hefur Al-Ittihad í Sádi-Arabíu boðið honum risasamning.
Samningur Zaha við Crystal Palace rennur út í sumar og getur hann farið frítt þá. Samkvæmt nýjustu fregnum er Al-Ittihad til í að bjóða honum níu milljónir punda, meira en 1,5 milljarð íslenskra króna, í árslaun eftir skatt.
Hinn þrítugi Zaha hefur verið á mála hjá Palace síðan 2015 og vill Lundúnafélagið gera allt til að halda honum. Talið er að hann sé með tilboð á borðinu upp á 200 þúsund pund á viku hjá þeim.
Það er þó 120 þúsund pundum minna á viku en það sem Al-Ittihad býður.
Nuno Espirito Santo, fyrrum stjóri Tottenham og Wolves, er við stjórnvölinn hjá Al-Ittihad, sem er á toppi sádi-arabísku deildarinnar og í mikilli titilbaráttu við Cristiano Ronaldo og félaga í Al-Nassr.
Einnig er áhugi á Zaha í Evrópu, til að mynda hjá AC Milan.