Fjölmiðlakonan vinsæla Laura Woods er ekki þekkt fyrir að sitja á sér á samfélagsmiðlum. Á því varð engin breyting um helgina.
Við færslu hennar á Twitter skrifaði eitt nettröllið: „Drullastu burt, Arsenal tík.“
Woods er mikil stuðningskona Arsenal og fer almennt ekki leynt með það.
Hún tók eftir því að notandinn sem svaraði heldur með Tottenham, erkifjendum Arsenal.
„Að móðga mig mun ekki gera það skemmtilegra að horfa á liðið þitt Julian,“ skrifaði hún í svari til hans og setti hjarta með.
Arsenal er á toppi deildarinnar á meðan Tottenham er í fjórða sæti.
Piers Morgan er einnig þekktur stuðningsmaður Arsenal. Hann hafði virkilega gaman að þessu, eins og sjá má á svari hans hér að neðan.