Besta deildin í knattspyrnu fer af stað 10 apríl þegar karlarnir fara af stað en konurnar fara af stað í lok apríl.
Besta deildin er byrjuð að láta vita af sér fyrir mótið en í pissuskálum í kvikmyndahúsum og á sportbörum eru mörk komin í pissu skálar.
Búið er að setja upp lítil mörk með bolta í skálarnir þar sem hægt er að reyna láta bununa hita beint í mark. Sigmar Vilhjálmsson, eigandi Minigarðsins segir frá þessu á Instagram og sýnir frá hvernig þetta er í Minigarðinum.
Besta deildin var sett á laggirnar í fyrra og tók við af Pepsi Max-deildinni sem hafði verið árin á undan.
Bæði í karla og í kvennaflokki er deildinni nú skipt í tvennt eftir tvær umferðir þar sem leikin er einföld umferð í hálfgerðri úrslitakeppni.