Liverpool hefur mikinn áhuga á að fá Joao Palhinha til liðs við sig frá Fulham í sumar, ef marka má frétt Daily Mail.
Palinha, sem er 27 ára gamall, hefur heillað mikið frá komu sinni til Fulham síðasta sumar frá Sporting.
Liverpool er í leit að styrkingu á miðsvæði sitt en það hefur verið vandræðastaða á leiktíðinni.
Ljóst er að Palhinha verður allt annað en ódýr. Hann á fjögur ár eftir af samningi sínum og Fulham því í sterkri stöðu fyrir hugsanlegar viðræður. Félagið er talið vilja um 60 milljónir punda.
Þar að auki myndi Liverpool að öllum líkindum fá samkeppni um Portúgalann. Hann hefur einnig verið orðaður við Chelsea, Manchester United og Newcastle.
Nokkrir leikmenn hafa verið orðaðir við Liverpool undanfarið. Þar má nefna Mason Mount, Moises Caicedo og Matheus Nunes.