Ofurtölvan geðþekka hefur farið í gegnum spil sín eftir úrslit helgarinnar þar sem bæði Manchester United og Liverpool misstigu sig.
Ofurtölvan er enn sannfærðari en áður um það að Arsenal verði meistari en liðið vann afar öflugan 3-0 sigur á Fulham um helgina.
Ofurtölvan telur að Manchester liðin raði sér í næstu sæti á eftir en að Newcastle muni ná fjórða sæti deildarinnar. Newcastle og Tottenham unnu um helgina á meðan Liverpool tapaði gegn einu slakasta liði deildarinnar, Bournemouth.
Ofurtölvan telur að Liverpool endi í sjöunda sæti deildarinnar. Bournemouth og Everton unnu bæði um helgina en Ofurtölvan telur að það dugi skammt og liðin falli.