fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Pepsi Max flaska sprakk í tætlur – „Úff mér brá“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 13. mars 2023 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Henni Sigríði Ásu Sigurðardóttur varð illilega brugðið  þegar Pepsi Max flaska sem hún hafði fryst úti á svölum sprakk í tætlur eftir að hún tók flöskuna inn og lagði frá sér á gólfið. Eins og myndir bera með sér var töluvert verk að þrífa íbúðina eftir óhappið.

„Úff, mér brá,“ segir Sigríður í stuttu spjalli við DV og hlær við. Sigríður er heyrnarlaus og heyrði því ekki hvellinn sem varð þegar flaskan tættist eins og eftir sprengju. „Það er heilmikið verk að þrífa þetta, þetta er út um allt,“ segir hún.

Vísindamenn sem DV hefur rætt við segja að hitamismunur valdi ekki sprengingunni heldur frostið. Vatn þenst út í kulda og væntanlega hefði glerflaska sprungið í þeim kulda sem hefur verið undanfarið. Plastið gefur hins vegar eftir, það teygist á því, en væntanlega hefur flaskan verið að gefa sig þegar Sigríður hreyfði hana til og hreyfingin dugað til þess að flaskan sprakk.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Greindist með brjóstakrabbamein eftir fyrirbyggjandi brjóstnám og fær engar bætur

Greindist með brjóstakrabbamein eftir fyrirbyggjandi brjóstnám og fær engar bætur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“